Dúkkuheimili dagsins í dag

Höfundur: Katrín Harðardóttir Þegar Ibsen skrifaði Dúkkuheimilið skapaði hann um leið nútímatragedíuna og gaf evrópsku leikhúsi nýja vídd með siðferðislegum undirtón og sálfræðilegri dýpt, með ást og dauða, hlátri og gráti, brestum og svikum og loks hreinsandi uppgjöri, allt innan veggja hins borgaralega heimilis. En það er ekki einungis á sviði leikhússins sem verk hans eru…