Svo sem vér og fyrirgefum

Kristín Vilhjálmsdóttir skrifar: Þegar ég var barn tíðkaðist að láta þolendur eineltis „fyrirgefa“ kvölurum sínum, oft frammi fyrir skólastjóra eða öðrum þeim sem valdið höfðu (ég ætla bara rétt að vona að börn þurfi ekki að þola þetta óréttlæði nú til dags). Slík fyrirgefning, knúin fram af valdboði þeirra fullorðnu, var auðvitað vita marklaus, og…

Hán

Eiríkur Rögnvaldsson skrifar: Ég er talsmaður þess að þriðju persónu fornafnið „hán“ fái þegnrétt í málinu og sé notað í vísun til þeirra sem hvorki vilja skilgreina sig sem karlkyns né kvenkyns. Auðvitað verður engum skylt að nota það en þetta snýst um virðingu og tillitssemi gagnvart þeim sem er þetta hjartans mál. Ég ætla…

Stöðvum staðgöngumæðrun áður en það er um seinan

Kajsa Ekis Ekman skrifar: Hvað eiga Elton John, Sarah Jessica Parker, Ricky Martin og Nicole Kidman sameiginlegt? Að mati glanstímaritsins Glamour Magazine er svarið við því að öll eignuðust þau börn með hjálp staðgöngumóður. Og svona fréttum fylgja undantekningarlaust ljósmyndir af pörum með börnin sín í fanginu, ljómandi af gleði. Ég hefði aðspurð svarað öðruvísi:…

Þegar samfélagið bregst.

Hólmsteinn Eiður Hólmsteinsson skrifar: Á áttunda og níunda áratug tuttugustu aldar ólst ég upp á Akureyri sem barn og unglingur. Fjölskylda mín átti heima í innbænum, en sá hluti Akureyrar er sunnan við miðbæinn og stendur við sjóinn. Alla mína tíð hef ég skilgreint mig sem gagnkynhneigðan karlmann og sem barn var ekki alltaf auðvelt…

Morfydd Owen

Sigríður Pétursdóttir skrifar: Árið 1891 fæddist stúlkubarn í Wales og var nefnd Morfydd Llwyn Owen. Sagan segir að þessi fallega hnáta hafi verið farin að syngja áður en hún gat myndað setningar, og í fyllingu tímans varð hún bæði söngkona og tónskáld. Morfydd lést fyrir aldur fram, skömmu fyrir 27 ára afmælisdaginn sinn, en þrátt…

Úr orðabók kvenhatara

Við sem horfðum á HáEmmið í sumar, tókum eftir tilþrifum Neymars í liði Brasilíu. Varla mátti koma við kappann því hann féll við minnstu snertingu, kútveltist eins og lundabaggi og spriklaði þess á milli sem fiskur á öngli. Stundum náði hann að fiska aukaspyrnu út á tilburðina en yfirleitt sáu dómarar gegnum eymingjaskapinn og létu…

Samtök Gunnars Kristins Þórðarsonar

Forsaga Fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor stofnuðu nokkrir karlar Karlalistann og fóru mikinn á samfélagsmiðlum um tíma. Þeir töluðu aðallega illa um konur og hötuðu mest femínista og sökuðu þá um margt misjafnt. Um svipað leyti voru birt skjöl úr lokuðum hópi femínista á Facebook þar sem Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, hafði lækað nokkrar athugasemdir.…