voðalega kona

„Og þessi voðalega kona…“ – hvernig samtíminn brást (við) þremur konum á síðustu öld

Fréttaritari: Ásdís Thoroddsen PEN-klúbburinn er alþjóðlegur félagsskapur rithöfunda sem lætur sig varða tjáningarfrelsi liðsmanna sinna. PEN á Íslandi / Icelandic PEN hefur haldið fundaröð á þessu vormisseri og síðasti fundurinn var haldinn hinn 16. maí í Borgarbókasafninu undir yfirskriftinni: „Og þessi voðalega kona…“ – Hvernig samtíminn brást (við) þremur konum á síðustu öld“. Fjallað var um…

Vilborg

Jarðeigandinn Valgerður og saga kvenna

Höfundur: Erla Hulda Halldórsdóttir Í dag lét ég loksins verða af því að rölta um Laugarnesið hér í Reykjavík, lesa á upplýsingaskilti og horfa almennilega í kringum mig á þessum stað þar sem Sigríður Pálsdóttir bjó 1829–1831. Þá var hún stofustúlka hjá biskupshjónunum í Laugarnesi, þeim Valgerði Jónsdóttur og Steingrími Jónssyni. Steingrímur var tengdur fjölskyldu hennar…

Guðrún Bjarnadóttir

Útgeislun yfir viðmiðunarmörkum

Frá Ritstjórn   Forðum daga var keppt í fegurð í Tívolí, og stúlkurnar skulfu af kulda á sviðinu í Vatnsmýrinni. Þá var brúnkuspreyið enn óuppfundið og stúlkurnar allar bláhvítar nema sú sem hafði verið í útlöndum, enda var keppninni frestað svo hún gæti verið með og sigrað. Þá var þetta grímulaus keppni í staðlaðri útlitsfegurð, sem…

TH-1116

Frásögnum um ömmur og langömmur safnað

Aðsend grein. Í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá því að konur öðluðust kosningarétt á Íslandi hefur Þjóðminjasafn Íslands ráðist í að safna frásögnum um ömmur og langömmur hjá almenningi. Samvinna er um þessa söfnun við Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands (RIKK) og Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands og tengist hún jafnframt rannsóknarverkefni…

María Márquez

Tálmörkun tilvísunarhlutverka

Höfundur: Katrín Harðardóttir Af og til skýtur upp kollinum umræða um það hvernig kyn birtist í tungumálinu og hvernig beri að vísa í og titla einstaklinga. Oft skapast litrík skoðanaskipti um annaðhvort nauðsyn eða óþarfa þess að tryggja sýnileika kvenna í töluðu sem og rituðu máli. Oftar en ekki virðist bera á hreinu skilningsleysi hvað varðar þennan…

múr

Hinn eiginlegi þagnarmúr kynferðisofbeldis

Höfundur: Anna Bentína Hermansen Þeir eru ófáir, brotaþolar kynferðisofbeldis sem hafa stigið fram á undanförnum árum hérlendis og rofið þögn sína. Greinar á vefmiðlum, blaðagreinar og bækur hafa verið ritaðar um þá hugrökku einstaklinga sem treysta sér til að deila þeirri erfiðu reynslu sem þeir urðu fyrir. Lengi vel var samfélagið félagslega skilyrt í þéttum vef…

margrét með túperingu

Kona varð drottning í ríki Dana

Höfundur: Halla Sverrisdóttir   Um daginn varð drottning nokkur 75 ára gömul og hélt upp á það með galaklæddu margmenni og viðhöfn, svo sem ætla mátti. Þannig láta drottningar, og raunar kóngar líka, ef út í það er farið. Á þessu tvennu – drottningu og kóngi – er nefnilega ekki ýkja mikill munur, nema ef…