Viðhorf sósíalista til vændis/kynlífsvinnu -XJ

Spurt og svarað:

Samkvæmt núgildandi lögum (sem byggja á „sænsku leiðinni“) er sala á vændi
refsilaus en kaup á vændi ólögleg og refsiverð. Teljið þið rétt að halda þessari stefnu til
streitu? Ef ekki, með hvaða hætti teljið þið að eigi að breyta henni og hvers vegna?


Í stefnu sósíalískra feminista segir að engin manneskja eigi að neyðast til þess að selja aðgang
að líkama sínum til þess að komast af og að engin manneskja geti nýtt sér neyð annarrar sér til
framdráttar.
Sósíalistaflokkurinn hefur í stefnumálum sínum hingað til ekki lagt til breytingu á sænsku leiðinni
en vill eiga virkt samráð við þær raddir sem hafa gagnrýnt sænsku leiðina.

Að því gefnu að núgildandi lagarammi haldist óbreyttur, með hvaða hætti væri hægt að
auka vernd og öryggi þeirra sem stunda vændi og auka stuðning við þau sem vilja
komast úr vændi (félagslegan, sálrænan og fjárhagslegan)?


Tryggja þarf fjármagn til heilbrigðiskerfisins svo það geti tekið á heildrænni hátt á flóknum
félagslegum vanda eins og vændi er. Ókeypis aðgengi að heilbrigðisþjónustu og félagslegt
húsnæðiskerfi þarf að standa þeim til boða sem stunda vændi vegna fátæktar. Markvissara
samstarf þarf á milli heilbrigðiskerfisins Stígamóta, Bjarkarhlíðar, Kvennaathvarfsins og
Rótarinnar með auknu fjármagni og nýtingu þeirrar þekkingar og þeirra úrræða sem þessi
samtök leggja til.

Sósíalískir feministar telja nauðsynlegt að vinna gegn þeirri ríkjandi og kerfislægri
kvenfyrirlitningu og almennri fyrirlitningu sem ríkir gagnvart fólki í flóknum sálrænum,
félagslegum og efnahagslegum vanda eins og vændi er. Í tillögu Sósíalista um ofbeldiseftirlit og
stefnu flokksins um dómsmál er lagt til að brotaþolar fái viðeigandi meðferð og eftirfylgni vegna
ofbeldisins og þeirra áfalla sem því fylgir. Brotaþolum verði tryggð meðferð við áföllum sínum.
Greiða skal sanngirnis- og miskabætur úr opinberum sjóðum til þeirra sem hafa orðið fyrir
ofbeldi og skaða og ekki geta sótt slíkar bætur í einkamálum.
Í stefnu Sósíalista um velferðarmál segir að tryggja þurfi greiðan aðgang að öllum réttindum í
velferðarkerfinu í gegnum þjónustufulltrúa sem veitir aðstoð sem og umboðsmann velferðarmála
sem hægt er að leita til ef brotið er á rétti einstaklings.
Mikilvægt er að setja á laggirnar mansalsteymi og finna úrræði vegna mögulegs mansals.
Hugmyndafræði skaðaminnkunar þarf að hafa að leiðarljósi við alla stefnumótun.
Leiðarstef Sósíalista er ekkert um okkur án okkar og því mikilvægt að hlusta á raddir þeirra
sem hafa reynslu af vændi.

Teljið þið rétt að nota hugtakið „kynlífsvinna“ í stað hugtaksins „vændi“?


Í stefnuyfirlýsingu sósíalískra feminista kemur fram krafa um að engin manneskja neyðist til
þess að selja aðgang að líkama sínum til þess að komast af og að engin manneskja geti nýtt sér
neyð annarrar sér til framdráttar. Sósíalistar óttast normaliseringu á vændi og hinum kapítalíska
klámiðnaði.


Hugtökin kynlífsvinna og vændi fela í sér tvennt ólíkt. Val eða neyð. Sósíalistar telja hugtakið
vændi lýsa þeirri neyð sem felst í því að þurfa að selja aðgang að líkama sínum sér til
lífsviðurværis.

Teljið þið að vændi eigi að vera sýnilegt og löglegt? Ef ekki, hvers vegna ekki?


Sænska leiðin gerir sölu vændis löglega og því er sýnileiki ekki ólöglegur. Fólk í vændi upplifir
sig útilokað frá samfélaginu. Skömmin er ekki þeirra heldur samfélagsins.
Til þess að geta rætt sýnileika eða lögleiðingu vændis og brugðist faglega við málaflokknum er
nauðsynlegt að gera heildræna rannsókn á vændi á Íslandi. Engar haldbærar upplýsingar liggja
fyrir um stéttarstöðu vændisseljenda, bakgrunn, efnahagslega neyð, vímuefnanotkun, eða aðrar
ástæður fyrir vændinu.


Sósíalískir feministar, málefnahópur, vann svörin fyrir hönd Sósíalistaflokks Íslands

Ein athugasemd við “Viðhorf sósíalista til vændis/kynlífsvinnu -XJ

  1. Mér finnst ósanngjarnt að refsa eingöngu kaupanda vændis og gera það sem gefið að sölumanneskjan er eitthvað fórnarlamb. Mér finnst að það ætti að líta til annarra og reinslu meiri þjóða sem hafa allt uppá borðum og Öryggið er 100% Öruggast af öllu myndi ég telja vera Rauð hverfi eins og þekkist víðsvegar í Evrópu, og hafa þetta löglegt. Öll neðanjarðarstarfsemi býður upp á ofbeldi og mannsal. Lögleiðing myndi Hrinda öllu ólöglegu frá

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.