Stefna Miðflokksins varðandi vændi/kynlífsvinnu – XM

„Eitt þeirra málefna sem talsverð umræða hefur verið um meðal femínista er lagaramminn í kringum vændi og það hvort „sænska leiðin“, eins og hún er kölluð, sé rétta leiðin. Skoðanir eru skiptar eins og vænta má en löggjafarþingið ræður för og þau sem þangað eru kosin. Því er varpað fram fjórum spurningum til stjórnmálaflokkanna og óska eftir afstöðu þeirra til eftirfarandi:

1. Samkvæmt núgildandi lögum (sem byggja á „sænsku leiðinni“) er sala á vændi refsilaus en kaup á vændi ólögleg og refsiverð. Teljið þið rétt að halda þessari stefnu til streitu? Ef ekki, með hvaða hætti teljið þið að eigi að breyta henni og hvers vegna?

Miðflokkurinn hefur þá skoðun að á svokallaða sænska leið sé hugsanlega ekki komin nægjanleg reynsla en hún sé sannarlega tilraunarinnar virði. Það er líklegt að hún muni taka einhverjum breytingum en Miðflokkurinn að svo stöddu gerir ekki athugasemdir við þau lög.

2. Að því gefnu að núgildandi lagarammi haldist óbreyttur, með hvaða hætti væri hægt að auka vernd og öryggi þeirra sem stunda vændi og auka stuðning við þau sem vilja komast úr vændi (félagslegan, sálrænan og fjárhagslegan)?

Við spurningunni um það hverjir leiðast út í vændi er erfitt að svara algilt. Því miður fer sú starfsemi oft fram neðanjarðar og erfitt að hafa eftirlit með slíkri starfsemi. Aukinn fælingarmáttur þeirra er kaupa þjónustu ólöglega getur vissulega dregið úr eftirspurn. Vændi er því miður oft skipulagt af glæpasamtökum innlendum og erlendum og hefur Miðflokkurinn það í stefnuskrá sinni að taka á skipulagðri glæpastarfsemi. Þeir sem neyðast til að velja þá leið að selja aðgang að líkama sínum gera það eflaust af ýmsum ástæðum, það getur verið vegna fátæktar við því þarf að bregðast. Ástæðan getur líka verið vegna neyslu en þar hefur Miðflokkurinn lagt fram þingsályktun um að taka heildstætt á fíkniefnavandanum. Þau sem vilja komast út úr vændi eiga að sjálfsögðu að fá stuðning.Til þess til þess þurfa að vera fjármögnuð úrræði en eðli slíkra fjármögnunar er að við fáum í staðin þjóðfélagsþegna sem munu skila þjóðinni ábata.

3. Teljið þið rétt að nota hugtakið „kynlífsvinna“ í stað hugtaksins „vændi“?

Á þessu tvennu getur verið eðlismunur eins og litið er á hugtökin í dag. Sennilegra er betra að nota orðið kynlífsvinna þar sem það hefur ekki eins neikvæða merkingu.

4. Teljið þið að vændi eigi að vera sýnilegt og löglegt? Ef ekki, hvers vegna ekki?“

Miðflokkurinn er þeirrar skoðunar að ekki eigi að refsa þeim er stunda vændi. Hvort gera eigi það sýnilegra býður þeirri hættu heim að framboð aukist sem er óheppilegt.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.