,,Ég er réttrúnaðarréttlætisriddari sem fór í krossferð til Hannesar Hólmsteins”

Eftirfarandi texti er skrifaður með kaldhæðnislegu ívafi: Ég deildi textabrotum úr kennslubók sem ég var að lesa á facebook um miðjan desember. Margir spurðu hvort þetta væri rit frá miðöldum því þeim blöskraði forneskjulegt innihaldið. Svo er ekki og er þetta kennslubók sem var endurprentuð með leiðréttingum árið 2017. Kennslubók sem kennd er við Háskóla…

Í skugga valdsins

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir flutti þessa ræðu á Alþingi í gær: Fyrir nákvæmlega níu dögum stóðum við 16 konur á sviði Samkomuhússins á Akureyri og lásum frásagnir sem hafa litið dagsins ljós í #metoo-baráttunni hér á landi, á sama tíma og fjöldi kvenna var saman kominn í Borgarleikhúsinu og á Seyðisfirði að gera slíkt hið sama.…

Bókaumfjöllun: Kvöldsögur fyrir uppreisnargjarnar stelpur – 100 magnaðar konur

Höfundar: Elena Favilli, Francesca Cavallo Þýðandi: Magnea J. Matthíasdóttir Útgáfa: Forlagið – Mál og menning Söguhetjur af karlkyni hafa tekið sér ríflegt pláss á síðum barnabóka hingað til, líkt og á spjöldum sögunnar almennt. Það hefur því ekki alltaf verið auðsótt fyrir stelpur að lesa um og samsama sig sterkum og áhugaverðum kvenkynspersónum. Lína Langsokkur stendur…

Yfirlýsing frá konum innan menntageirans

Kynferðisofbeldi, kynferðisáreitni og mismunun viðgengst enn í skjóli þagnar. Um árabil hafa konur þagað yfir misréttinu sem þær eru beittar innan menntastofnana. Það krefst hugrekkis að stíga fram fyrir skjöldu og segja opinberlega frá reynslu sinni og við þökkum öllum þeim konum sem hafa deilt sínum frásögnum. #MeToo Þrátt fyrir að konur séu í meirihluta…

Yfirlýsing kvenna í heilbrigðiskerfinu #metoo

Kynbundið ofbeldi, áreitni og mismunun á sér stað innan heilbrigðisþjónustunnar, rétt eins og annarsstaðar í samfélaginu. Meðfylgjandi eru 53 frásagnir kvenna sem starfa í heilbrigðisþjónustu af kynbundinni mismunun og kynferðislegri áreitni og ofbeldi í starfi. Ljóst er að kynbundið ofbeldi, áreitni og mismunun er vandamál í heilbrigðisþjónustu á Íslandi líkt og á öðrum stöðum í…

Myllumerki

Myllumerki þessar sögur sem róta öllu upp öllu því gleymda og grafna því sem ýtt var til hliðar ekki tekið mark á jafnvel fyrirgefið þegar hitt var flóknara slíta plásturinn af löngu grónum sárum rífa róta rústa því sem ég er langar tungur sem lepja salt blóðið úr gamalli kviku langir fingur sem rífa hrúður…

Yfirlýsing kvenna í læknastétt #ekkiþagnarskylda

Konur í læknastétt segja frá: Í Siðareglum lækna segir í 22. grein: “Læknar skulu hafa góða samvinnu sín á milli og sýna hver öðrum fulla virðingu…” Langflestir samstarfsmanna okkar eru heiðursmenn sem virða þessar reglur í hvívetna. Síðastliðnar vikur hafa konur í læknastétt deilt reynslusögum úr starfi í lokuðum hópi á samfélagsmiðlum. Frásagnirnar bera því…