Sagan á bak við myndbandið

Fyrir stuttu fór þetta myndband eins og eldur í sinu um internetið. Þetta er svo sem ekki í sögur færandi, en myndbandið sýndi föður og son, dansandi saman í kjólum sem minntu á kjól Elsu, aðalpersónu myndarinnar Frozen, undir yfirskriftinni: „Mamma er ekki heima – ekkert stress“. Margir á internetinu hrifust af þessum meðvitaða föður.…

Bréf frá einni konu

Þegar ég sagði frá þessu í fyrsta sinn byrjaði frásögnin svona: „Ég hefði auðvitað átt að átta mig á því í hvað stefndi, mikið ofboðslega get ég verið vitlaus.“ Og hún hélt reyndar áfram með þessum hætti, með ýmsum formum af sjálfsásökunum. Vinkona mín þurfti að taka fast í axlirnar á mér, horfa í augun…

„Ég fékk blóm í dag“

Ég fékk blóm í dag! (tileinkað misþyrmdum konum) Ég átti ekki afmæli og þetta var enginn merkisdagur. Við rifumst í fyrsta sinn í gærkvöldi. Hann sagði margt ljótt sem særði mig mikið. Ég veit að honum þykir þetta leitt og hann ætlaði ekki að segja þetta því hann sendi mér blóm í dag. Ég fékk…

Kynjajafnrétti í íþróttum – hvað þarf að breytast?

Sigríður Finnbogadóttir skrifar: Íþróttahreyfingin á Íslandi stendur frammi fyrir stóru verkefni, að  auka kynjajafnrétti í íþróttum. Frá því að íþróttakonur birtu reynslusögur sínar í #meetoo vakningunni hefur verið hávær krafa frá iðkendum, foreldrum og samfélaginu um að jafna beri stöðu kvenna í íþróttum og vinna þurfi gegn kynbundnu ofbeldi og kynferðislegri áreitni sem þar á…

Orðræða um þungunarrof

Eva Dagbjört Óladóttir, bókmenntafræðingur og þýðandi. Það er greinilegt eftir umræðu síðustu mánaða að það setur ugg að mörgum við tilhugsunina um greiðari aðgang kvenna að þungunarrofi, sem og að þungunarrofi seinna á meðgöngu. Þá eru fyrstu viðbrögð oft yfirlýsingar um nauðsyn þess að „vernda börnin“. Við þessar óskir um vernd barna bætir fólk svo…

Hrútskýringin verður til

Árið 2008 gagnrýndi Rebecca Solnit karlahroka í greininni „Men Explain Things To Me“. Hér er hún í íslenskri þýðingu ásamt formála höfundar. Formáli Kvöld eitt yfir málsverði fór ég að spauga, eins og oft áður, um að skrifa ritgerð með heitinu: „Karlar útskýra hluti fyrir mér“. Allir höfundar eiga sitt hesthús af hugmyndum sem komast…

Gerendur kæra þolendur kynferðisofbeldis

Í Austurríki er skíðaíþróttin þjóðaríþrótt og skíðafólk er hyllt sem þjóðhetjur. Því hefur það skekið skíðaheiminn að tvær skíðakonur hafa í kjölfar Metoo, þá einkum Nicola Werdenigg, tjáð sig um það sem hún kallar kerfisbundna misnotkun valds sem átti sér stað í skíðaheiminum fyrir um 40 árum. Saga Werdenigg hefur orðið öðrum hvatning til að…