Stefna flokka varðandi vændi/kynlífsvinnu: Svar frá XO

1. Samkvæmt núgildandi lögum (sem byggja á „sænsku leiðinni“) er sala á vændi refsilaus en kaup á vændi ólögleg og refsiverð. Teljið þið rétt að halda þessari stefnu til streitu? Ef ekki, með hvaða hætti teljið þið að eigi að breyta henni og hvers vegna?

Svar: Við viljum breyta henni, sænska leiðin er að okkar mati ekki góð. Sumsé bæði kaup og sala kynlífsþjónustu verði gert löglegt og alls ekki refsivert. Einstaklingar eiga alltaf að ráða yfir líkama sínum og hvað þeir gera við hann. Okkur kemur ekki við hvað fólk gerir í „svefnherberginu“. Ef að fólk kýs að stunda vændi/kynlífsvinnu og önnur viðskipti verður það að borga skatta og skyldur af starfseminni eins og hver annar fyrirtækjarekstur. Tryggja verður öryggi fólks sem vinnur við þennan elstu atvinnugrein mannkyns.

2. Að því gefnu að núgildandi lagarammi haldist óbreyttur, með hvaða hætti væri hægt að auka vernd og öryggi þeirra sem stunda vændi og auka stuðning við þau sem vilja komast úr vændi (félagslegan, sálrænan og fjárhagslegan)?

Svar: Sjá fyrra svar en tryggja verður öryggi fólks sem vinnur við þennan elstu atvinnugrein mannkyns með öllum ráðum.

3. Teljið þið rétt að nota hugtakið „kynlífsvinna“ í stað hugtaksins „vændi“?

Svar: Já, kynlífsvinna er ágætis orð sem mætti nota.

4. Teljið þið að vændi eigi að vera sýnilegt og löglegt? Ef ekki, hvers vegna ekki?“

Svar: Já við teljum ekkert að því að vændi/kynlífsvinna sé sýnileg. Einstaklingar ráða því hvað þeir horfa á og fylgjast með.

ATH. Það mætti líka spyrja þjóðina í þjóðaratkvæððagreiðslu hvað hún vill. Uppspretta valdsins er hjá þjóðinni

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.