Moana verður Vaiana: Af hverju?

Höfundur: Sandra Kristín Jónasdóttir

Um helgina kom ný Disney mynd í kvikmyndahús á Íslandi. Þar er kynnt til sögunnar nýjasta Disney-prinsessan. Hún er kraftmikil höfðingjadóttir frá Pólýnesíu í Eyjaálfu og fær frábærar viðtökur bæði í kvikmyndahúsum og hjá gagnrýnendum. Myndin virðist líka vera sú femínískasta hingað til. Aðalsöguhetjan fær að vera í raunhæfum stærðarhlutföllum og fær einnig að vera laus við rómantíska söguþræði. Tónlistin er búin til af snillingnum Lin-Manuel Miranda sem samdi Hamilton-söngleikinn sem fer nú sigurför á Broadway. Myndin virðist vera smellur! Það er bara ein spurning sem virðist trufla – þó að hún ætti kannski ekki að skipta neinu máli – af hverju heitir hún Vaiana hérna en ekki Moana?

moana-verdur-vaiana

Bæði nöfnin eru á máli Maori manna og hafa tengingu við hafið. Moana merkir ,,djúpt haf“ og Vaiana merkir ,,vatn frá helli“. Annar leikstjóranna hefur svarað því að ástæðurnar séu margar og tengdar höfundarrétti. En nafninu hefur verið breytt í flestum ríkjum Evrópu, þó ekki í Bretlandi. Disney á Spáni svarar því á til Twitter  að þar í landi sé vörumerkið Moana þegar höfundarréttarvarið en ekkert hefur heyrst formlega annarsstaðar frá. Flestir netmiðlar virðast þó rekja breytinguna til Ítalíu þar sem þeir fóru enn lengra og breyttu nafni myndarinnar í Eyjaálfa (e. Oceania) ásamt því að breyta nafninu aðalsöguhetjunnar í Vaiana. Það er almennt talið vera vegna þess að fyrir er á Ítalíu sterk persónutenging við nafnið Moana. En kona að nafni Moana Pozzi, aktívisti og klámleikkona, er sú sem oftast kemur upp í huga Ítala. Hún var mjög fræg á Ítalíu á áttunda áratugnum, talaði meðal annars inn á teiknimynd sem fjallaði um klámleikkonu sem tekur á spillingu, og stofnaði eigin stjórnmálaflokk.

Það hljómar ólíklega að ástæðan sé vörumerkisvandamál sem nær yfir allt Evrópusambandið, fyrst að Bretland er þarna undanskilið. Það virðast því vera misreiknuð ákvörðun frá markaðsdeild Disney að láta ítölsku breytinguna ganga yfir nær alla Evrópu. Hver svo sem ástæðan raunverulega er þá búum við í hnattrænum upplýsingaheimi og almennt er vitað hvað persónan heitir. Nafnabreytingin vekur því skiljanlega athygli og enginn vill þurfa að útskýra mögulega ástæðu fyrir markhópnum. Eins og oft með ritskoðun þá veldur yfirhylmingin oft meiri athygli en það sem reynt var að leyna hefði gert. Með því að reyna að afmá mögulega tengingu við Pozzi þá hefur Disney í raun skapaði hana.

Hér má sjá sýnishornið sem notað er af midi.is, undir nafninu Moana.

Hver svo sem ástæðan er fyrir nafnabreytingunni þá mælum við með myndinni. Við þurfum fleiri góðar og kröftugar fyrirmyndir fyrir börnin okkar sem og fyrir okkur sjálf. Moana/Vaiana er ein slík. Við tökum henni fagnandi.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.