Norska skáldið Gro Dahle gaf út ljóðabókina „Systir“ árið 2016. Hér er eitt af Systraljóðum Gro.
Eitt verð ég að segja þér;
Systur
skaltu láta vera.
Systir á eina, tvær,
jafnvel hundruð systra,
eldmúr af systrum,
virkisvegg.
(Þýð: Sigríður Guðmarsdóttir)
Nánari upplýsingar um skáldið má finna hér.
Landslagsmyndin er af norsku fjallaröðinni Sjö systrum á Helgelandsströnd í Norður-Noregi. Þjóðsagan um systurnar sjö og önnur fjöll við ströndina fjallar um ofbeldi gegn konum og samstöðu kvenna, sjá hér.