Líf er lagt í rúst

nicolebederaNicole Bedera er að ljúka  PhD námi við háskólann í Michigan og rannsakar kynferðisofbeldi, karlmennsku og ójafnrétti kynjanna. Kynferðisofbeldi í háskólum hefur löngum verið vandamál vestanhafs og fyrir rannsóknarritgerð sína ræddi Nicole við gerendur, þolendur og stjórnendur háskóla. Að gefnu tilefni sagði hún þetta á Twitter fyrir nokkrum dögum:

„Þar sem  líf Harvey Weinstein á að hafa verið „lagt í rúst“  hef ég meira að segja um þetta málskrúð varðandi það að nauðgunarásakanir „leggi líf í rúst.“ Og til þess langar mig að nota dæmi um einn nauðgara í rannsókn minni. Köllum hann Justin.

Ég ræddi við Justin við vinnslu rannsóknarritgerðar minnar. Hann var formlega sakaður um kynferðisofbeldi í háskólanum sínum. Hann fullyrti líka að ásakanirnar hefðu „rústað“ lífi hans. En þegar ég bað hann að lýsa því nákvæmlega sem hefði breyst hjá honum, hafði hann fátt að segja.

Hann hafði fengið lélegar einkunnir þessa önn en þær voru ekki lélegri en venjulega. Margt fólk vissi af ásökununum en hann hafði sjálfur sagt frá þeim í flestum tilfellum og nær allir tóku málstað hans. Jafnvel tvær af sambýlingum þolanda hans buðust til að bera vitni fyrir hans hönd.

Stöku sinnum vöruðu vinkonur þolanda hans aðrar konur í hópi nánustu vinkvenna sinna við Justin þegar hann reyndi að stofna til sambands við þær. En yfirleitt fóru þær samt á stefnumót við hann. Hann notaði reyndar „fölsku ásakanirnar“ sem tælingarleið á fyrstu stefnumótunum.

Atburðarásin var svona: (1) nefna ásakanirnar til merkis um hve „heiðarlegur“ og „varnarlaus“ hann væri; (2) sýna villandi smáskilaboð til sönnunar um að ásakanirnar væru falskar; (3) segja nýju dömunni að hann skildi fullkomlega ef henni liði óþægilega; (4) næsta stefnumót ákveðið.

Justin lýsti því hvernig það væri nú hluti af tælingartækni hans að ásakanirnar hefðu „rústað“ lífi hans. Hann gortaði af því að aðferðin hefði alltaf borið árangur og nú fengi hann „nóg af kynlífi.“

Justin (og flestir gerendurnir) nutu margskonar hagræðis frá skólastjórnendum með því að nota orðræðuna um „líf í rúst“. (Ég ræddi líka við þá.) T.d. fékk Justin því framgengt að slæmar einkunnir hans voru máðar af ferilskrá hans og hann fékk skólagjöldin endurgreidd.

Og ekki bara fyrir önnina þegar rannsóknin fór fram -allar lágar einkunnir frá skólaferli hans voru þurrkaðar út. Hann ætlaði sér að halda því áfram alla sína skólatíð.

Justin var einnig í nánu sambandi við háttsetta stjórnendur skólans eftir rannsóknina. Það varð honum hagstætt.

Í einu tilviki reyndi önnur stúlka sem varð fyrir barðinu á Justin að kæra kynferðisofbeldi. Stjórnandinn sem tók við skýrslunni skráði hana aldrei með réttum hætti og lét ekki rétta fólkið vita til að málið gæti fengið sína meðferð. Hún vildi ekki gera líf Justins erfiðara en það var.

Sama gerðist þegar kennari reyndi að tilkynna að þrjár aðrar konur hefðu tjáð honum að Justin hefði beitt þær kynferðisofbeldi.

brockturner

Brock Turner var dæmdur sekur um nauðgun og kynferðisofbeldi en fékk svo vægan dóm að dómarinn var settur af árið síðar. Brock afplánaði aðeins 3 mánuði. Á sinn hátt er hann „Justin“.

Almennt var stjórnendum umhugaðara um „líf í rúst“ en að láta geranda brjóta aftur af sér innan skólans. Sögur eins og Justins voru algengar á mínu sviði.

Flestir stjórnendur töldu að kerfið væri gerendum í óhag. (Þrátt fyrir að þeir létu þá sjaldan sæta ábyrgð). Þeir viðurkenndu fúslega að hafa veitt gerendum lagalega ráðgjöf og hjálpað þeim að útbúa málsvörnina.

Þeir neituðu að hafa hjálpað þolendum á sama hátt og sögðu að það væri óviðeigandi fyrir „hlutlausan“ aðila að leggja öðrum aðilanum lið. Þetta þýddi oft að þolendur lögðu fram ranga gerð kvörtunar vegna upplifaðs ofbeldis og fyrir vikið varð enn auðveldara að vísa málum frá.

Á sama tíma voru það þolendur (og ég ræddi líka við þær) sem þjáðust. Ég lauk við síðasta viðtalið fyrir rannsóknarritgerð mína fyrir tveimur dögum. Þolandinn sem ég ræddi við, reyndi að stytta sér aldur í miðju rannsóknarferlinu.

Árásarmaður hennar var fundinn sekur um að hafa brotið reglur háskólans um kynferðislegt misferli. (Á einföldu máli þýðir þetta að allir voru sammála um að hann væri sekur um kynferðisofbeldi.) En háskólinn hafði gefið sér svo langan tíma í rannsóknina að hann hafði þegar lokið námi og var því ekki refsað.

Reyndar var honum boðið að sækja um framhaldsnám við háskólann þegar þolandinn hefði lokið námi. Þetta boð kom í sama bréfinu og stóð að hann hefði verið fundinn sekur um kynferðisofbeldi.

Að loknu viðtali okkar gaf ég þolandanum ráð um hvernig hún gæti hætt í skólanum. Háskólinn hafði leikið hana svo grátt að merki skólans kallaði fram áfallaviðbrögð. Hún átti að útskrifast um vorið en gat ekki hugsað sér að líta merkið aftur augum.

Í rannsókn minni fyrir ritgerðina safnaði ég gögnum um hvort líf þeirra karla sem sakaðir voru um nauðgun, hefði í raun verið „lagt í rúst“. Ég fann engin merki um það. En ég heyrði margar sögur frá þolendum um yfirþyrmandi áföll og margar höfðu reynt að svipta sig lífi.

Hættum að stagast á þessari mýtu að ásakanir um nauðgun „rústi lífum.“ Það gera þær ekki. En þegar þessari mýtu er haldið á lofti hefur það raunveruleg áhrif á þolendur sem verða ítrekað fyrir sálrænum áföllum vegna fólks sem trúir því að „rústað líf“ gerandans sé það eina sem sé í húfi.“ (Nicole Bedera)

Hér heima hefur þessi mýta verið lífseig og þolendur hafa sætt harðri gagnrýni víða á samfélagsmiðlum, oft í lokuðum hópum en hópurinn Reiðir í Athugasemdum lætur aldrei sitt eftir liggja. Gerendavorkunn og meðvirkni er útbreiddari en mörg grunar. Rifjum upp nokkur dæmi liðinna ára. Af mörgum er að taka. Um þetta ritaði Hildur Knútsdóttir á FB fyrir nokkrum dögum:

„Það er svo oft sagt að ásakanir um nauðganir og kynferðisofbeldi rústi lífum karla, sérstaklega frægra og karla í ábyrgðarstöðum. En mér sýnist flestir þeirra bara halda áfram með líf sitt þokkalega óáreittir, slítandi þrotabúum, búandi til myndbönd með allskonar frægu fólki  og haldandi tónleika og uppistönd.“

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.