Jafnréttisbarátta ríka fólksins?

Höfundur: Gísli Ásgeirsson og Knúzið

 

geenadavisíhörpuJafnréttisráðstefnur eru vinsælar núorðið og framsæknir Íslendingar hafa fundið þar metnaði sínum farveg. Inspirally WE 2015, ein sú veglegasta verður haldin í Hörpu eftir rúman mánuð og tengd þeim áfanga að fyrir hundrað árum fengu konur 40 ára og eldri kosningarétt. Á heimasíðu viðburðarins lýsir notaleg karlmannsrödd helstu kostum þess að heimsækja Ísland (og bregða sér á ráðstefnu í leiðinni). Fólk hefur fengið í hnén af minna tilefni. Að vísu minnir kynningin ýmist á söluráðstefnu eða átak ferðamálaráðs og það eina sem vantar er gott Inspired-by-Iceland-myndband með dansandi fólki við eldfjall og hver. Fréttatíminn tók þetta mál upp 20. apríl:

Um er að ræða alþjóðlegt samtal um bestu leiðir til að brúa kynjamuninn, en betri árangur í því er mikilvægur í efnahagslegum, viðskiptalegum og samfélagslegum skilningi. Samtalið á sér stað á Íslandi enda erum við fremst í heimi þegar kemur að þessum málum,“ segir Halla Tómasdóttir sem er ráðstefnustjóri.

Halla hefur gengið lengi með hugmyndina að því að halda slíka ráðstefnu á Íslandi, og leggur mikla áherslu á að þetta mál sé ekkert mál kvenna, heldur mál sem konur og karlar eigi að láta sig varða, enda blómstra efnahagur, viðskiptalíf og samfélag hvað best þegar kraftar karla og kvenna eru fullnýttir.

Myndin er sótt hingað.

Myndin er sótt hingað.

Jafnrétti varðar okkur öll og allir hafa skoðun á því. Væri þessi ráðstefna undir öðrum formerkjum, gæti hún verið í Laugardalshöll og miðað við stuðning sterkra fyrirtækja yrði kostnaðurinn engin fyrirstaða. En sú er ekki raunin. Það er dýrt að flytja inn fræga útlendinga sem vilja ræða „bestu leiðir til að brúa kynjamismuninn“ en með þessu himinháa þátttökugjaldi eru aðrir útilokaðir en boðsgestir og ríkt fólk sem munar ekki um rúmlega 100 þúsund krónur. Það er lítið jafnrétti í jafnréttisráðstefnu fyrir útvalda.

Vefritið Knuz.is lætur jafnréttismál til sín taka eins og lýðum ætti að vera kunnugt og leitaði því uppi viðhorf femínista sem eru mörg og ólík. Hér að neðan má sjá brot úr umræðum sem vöknuðu í tengslum við tíðindin:

• Forréttindajafnrétti.

• Takk fyrir að minna mig á að í landinu búa tvær þjóðir. Nú ætlar sú fámenna að halda ráðstefnu.

• Ég vil líka hafa ríku konurnar með í femínistaliðinu en ég sé engan tilgang í að þær tali saman sín á milli án þess að hafa konur úr öðrum stéttum með.

• Þarf alltaf allt að vera fyrir alla? Eigum við ekki bara að fagna því að forríkt fólk vilji tala um femínisma þótt þeirra femínismi tengist ekki okkar raunveruleika með beinum hætti?

• Ef það að flytja Geenu Davis og fleiri inn fyrir böns af monní og selja dýrt inn er eina leiðin til að fá einhvern tiltekinn hóp til að nenna að tala um femínisma er það kannski bara ágætt fyrir sinn hatt.

• Ein spurning er t.d. – þurfa efnaðar konur sérstakt safe space til að ræða sinn femínisma, eða þarf frægt fólk og flott nöfn sem kostar skrilljón að fá hingað til að ná eyrum almennings? Virkar það sannfærandi/trúverðugt sem umræðuvettvangur fyrir femínisma? Á hvern hátt eru þau mál sem markhópur þessarar ráðstefnu stendur frammi fyrir frábrugðin (ef þau eru það) þessum klassísku málum sem allar konur standa frammi fyrir?

• Þá mætti velta því fyrir sér af hverju engin grasrótarkona er að tala þarna. Er reynsla og þekking Stígamóta, Kvennaathvarfs, Femínistafélagsins, Femínistafélags framhaldsskólanna og hinna pöpulssamtakanna ekki áhugaverð? Að ekki sé talað um reynslu og þekkingu kynjafræðinnar.

• En að öllu gamni slepptu, þá hefur ekkert Íslendinganna lagt neitt raunverulega af mörkum á sviði jafnréttismála, að Ingibjörgu Sólrúnu undanskilinni. Hin eru öll þarna á öðrum forsendum.

• Maður veltir fyrir sér hvort enginn áhugi sé á viðhorfum unga fólksins. Þetta upplegg er frekar miðaldra, með fullri virðingu fyrir aldri fólks.

• Málið er að ríku fólki er ekki bannað að taka þátt í almennri femínískri baráttu – en með þessum klikkaða aðgangseyri er verið að útiloka stóran hóp fólks sem á fullt erindi á ráðstefnuna.

• Þessi ráðstefna er markaðssetningarviðburður en hefur minna með jafnrétti að gera. Hér er verið að nota góða útkomu Íslands í jafnréttismælikvörðum til að fá hingað ríkt fólk til að eyða peningum.:

Tillgangurinn virðist ljós eins og segir í umfjöllun hér:.“ Inspirally ætlar að koma Inspirally á kortið með stórri ráðstefnu sem haldin verður 18-19 júní 2015. „The Wealth in Women“. Markmiðið er að 70% ráðstefnugesta komi erlendis frá. Á að verða árlegur viðburður hér á landi með mismunandi áherslur. Markmiðið er að virkja bæði konur og karla, þau taki höndum saman. Markmiðið er að gera eitthvað gott fyrir samfélagið og byggja upp arðbært fyrirtæki um leið. Inspirally ætlar að byggja upp samfélagsmiðil. Viðskiptamódelið byggir á að halda viðburði um allan heim. Inspirally.com þar er hægt að selja auglýsingar.“

Að þessu sögðu ber að lofa það sem vel er gert. Sá sem þetta ritar telur einboðið að senda efnafólki baráttukveðjur með ósk um góðan árangur í Hörpu sem eftir verði tekið og að það geti haldið áfram að ræða sín mál að henni lokinni.

Því jafnréttið er jú fyrir alla. Er það ekki?

Ein athugasemd við “Jafnréttisbarátta ríka fólksins?

  1. Þessi „alþjóðlegi“ vinkill á ráðstefnunni er líka áhugaverður í ljósi þess að allir mælendur á þessari ráðstefnu virðast vera hvítir. Greinilegt að raddir kvenna frá Afríku, Asíu eða Suður-Ameríku virðast skipta minna máli, eða einfaldlega raddir kvenna úr minnihlutahópum á vesturlöndum…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.