Öryggisleiðbeiningar fyrir konur

 

Hilary Bowman-Smart er bandarískur bloggari sem var komin með yfrið nóg af „ráðleggingum“ til kvenna um skilvirkustu leiðirnar til að forða sér frá því að vera nauðgað. Hér er það sem henni fannst um það mál …

Um daginn var ég að bauka eitthvað á netinu og rakst þá fyrir tilviljun á þessa hálfvitagrein þar sem höfundur úrskýrir vandlega fyrir lesendum hvers vegna það að hvetja konur til að temja sér „áhættustjórnun“ (afsakið á meðan ég æli) felur EKKI í sér þolandasakfellingu [en. victim blaming, ath. þýð.].

Ég hef lesið dágóðan slatta af svona greinum en einhverra hluta vegna varð einmitt þessi kornið sem fyllti mælinn. Ég er búin að fá upp í kok af því að vera sagt í hverju ég á að vera og hvað ég á að gera og hvernig ég á að vera – eins og eitthvað af því muni hugsanlega forða mér frá því að vera nauðgað.

Það er ekki á ábyrgð kvenna að koma í veg fyrir kynferðisbrot. Hvernig væri að við reyndum í staðinn að kenna karlmönnum að hætta að nauðga?

Hvernig væri að við áttuðum okkur á því að það að vera full, vera „sexí“, vera úti á djamminu, vera með læti, láta á sér bera, vera trans, vera hinsegin, lifa fjörugu kynlífi – að ekkert af þessu orsakar nauðgun vegna þess að það eru nauðgarar sem orsaka nauðganir?

Hvernig væri að við hættum að telja okkur trú um að ef konur bara fari eftir einhverjum hálfvitalegum og forneskjulegum „reglum“ getum við allar verið öruggar?

En það sem fer virkilega í mínar fínustu við öll þessi „hollráð“ er þetta:

ÞAÐ ER VERIÐ AÐ TALA VIÐ KONUR EINS OG ÞÆR SÉU FÍFL.

Í hverri einustu andskotans grein sem ég hef lesið með frábærum ábendingum um það hvernig við getum verið öruggar virðist höfundurinn halda að konur hafi bara aldrei áður á ævinni velt fyrir sér eða heyrt talað um persónulegar varúðarráðstafanir.

Hér er eitt svolítið fyndið: Konur eru með hugann við persónulegar varúðarráðstafanir svona um það bil ALLTAF. Sumar ganga með aukapar af skóm á sér. Aðrar hlusta aldrei á tónlist því þá myndu þær síður heyra í einhverjum læðast aftan að sér. Enn aðrar taka leigubíl í staðinn fyrir að ganga, ef þær hafa þá efni á því (og það er nú reyndar ekkert endilega öruggt heldur).

Við hugsum fyrir hættunni og við erum á varðbergi og við leggjum við hlustir vegna þess að við vitum að með því að vera kvenkyns erum við sjálfkrafa í áhættuhópi. Við vinkonurnar höfum hver sinn lista yfir það sem við gerum til að tryggja öryggi okkar og fullt af því er einhver vitleysa sem við höfum verið skilyrtar til að fara eftir frá blautu barnsbeini og hlýðum ómeðvitað, án umhugsunar. Vegna þess að við búum við nauðgunarmenningu.

SVO HÆTTIÐI ÞESSU BARA. Hættið að skrifa heimskulegt, yfirlætislegt kjaftæði um eitthvað sem VIÐ VITUM NÚ ÞEGAR.

Og svo er annað: helmingurinn af „hollráðunum“ ykkar er fáránlega heimskulegur.

Ég ákvað þess vegna að svara þessari víðáttuheimskulegu grein með því að bjóða upp á nokkur vel valin og sjóðheit „hollráð“ frá eigin brjósti á Twitter með hashtaginu #SafetyTipsForLadies*.

 

*Það er skemmst frá því að segja að Twittersamfélagið tók svo sannarlega boltann og hefur látið hann ganga síðan. „Öryggisráðin“ hrúgast inn og sýna svo ekki verður um villst að Hilary Bowman-Smart er ekki ein um að finnast nóg komið af kennslu í því hvernig forðast skal nauðgun.

Halla Sverrisdóttir tók saman og þýddi.

6 athugasemdir við “Öryggisleiðbeiningar fyrir konur

 1. Eftir að hafa lesið „hálfvitagreinina“ get ég ekki annað en komist að þeirri niðurstöðu en að feministar séu hér að reyna að slá heimsmet í strámannarökum.

  • Í fyrsta lagi þá veit ég ekki hvað strámannarök eru, en mér þætti mikið gaman að fá útskýringu á því. Mér sýnist þó á setningunni þinni að þér finnist umrædd grein ekki slæm og ekki ýta undir þolendasakfellingu.

   Í fyrsta lagi þá finnst mér alltaf mikilvægt að muna að fólk getur vel verið fordómafullt þó það sé handvisst um að það sé það ekki, og lýsi einmitt því yfir – hátt og skýrt. Þó þessi höfundur lýsi því yfir að hann sé á móti þolendasakfellingu, þá þýðir það semsagt ekki að það sé rétt.

   Höfundi finnst ekkert athugavert við eftirfarandi setningu:
   “The one thing that keeps me up at night is the vulnerability of women, when they are well affected by alcohol, to sex assault,” he said. “They are more likely to be preyed on. That certainly doesn’t excuse the actions of perpetrators. It’s just a fact.”

   Þessi setning þykir mér stórundarleg. Ég myndi nefnilega skilja ef Mark Walton, sem talar þarna fyrir hönd lögreglunnar, hefði sagt að vitneskjan um ískyggilegann fjölda nauðgara á umræddu svæði, héldi fyrir honum vöku á nóttunni. Þá væri hann sannarlega ekki að kenna þolendum um eitt né neitt, sem er því miður einmitt það sem hann gerir með því að benda á áfengisneyslu kvenna. Og þar sem umræddur greinarhöfundur sér ekkert athugavert við yfirlýsingu Mark’s, þá er hann sannarlega ekki jafn afhuga þolendasakfellingu og hann heldur sjálfur.

 2. NAFALT! Ég er sammála hálfvitagreininni. Fáránlegt að safety issues séu victim blaming. Með 80% fylgni við áfengisneyslu er banalt að ræða málið ekki. Hitt er hinsvegar rétt ad oft á tíðum er þessi umræða frekar condisending, en það er þá mun frekar okkar djobb að hafa hana ekki þannig. Þetta finnst mér dæmi um #firstworldproblem og eiginlegt non-issue í stærra samhengi við vandamálið. Ræðum samhengi áfengis og annara vímuefna við nauðganir, þetta er ógurlegt orsakasamband, #SafetyTipsForLadies – er ekki hægt að koma nauðgurum á önnur vímuefni?

  • Já, ég er sammála þér í því að það á að vera hægt að ræða áhættuþætti hvað þessi brot varðar sem önnur en á hinn bóginn skil ég alveg reiðina, ekki síst þegar mun minna virðist fara fyrir því að ábyrgð mögulegra geranda á t.d. sinni áfengisneyslu og afleiðingum hennar sé rædd.

 3. Fannst nú ekkert að þessari „heimskulegu grein“….

  „In Australia it is, as it should be, the right of every woman to drink, enjoy herself and stay out as late as she chooses. And if she does so then not even the most wily of lawyers should be able to use those circumstances to shift the blame for a sex offender onto his victim.

  But it’s also the right of every woman to take on board statistics and expert knowledge so she can better equip herself in reducing the likelihood of running into danger.

  We don’t, and never will, live in a utopian society where sexual violence is non existent. It’s not victim blaming to acknowledge that. It’s just common sense.“

  110 % sammála þessu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.