Losnað úr ofbeldissambandi

María Hjálmtýsdóttir skrifar:

Ég var að enda við að átta mig á hvað það er sem veldur því að ég fæ mig varla lengur til að lesa eða hlusta á nokkurn einasta hlut sem er að gerast á vegum ríkjandi stjórnvalda þessa dagana. Fréttirnar vekja hjá mér sömu ónotatilfinningar og ég upplifði þegar ég var í ofbeldissambandi í tæp átján ár. Ég áttaði mig skyndilega á tengingunum þegar ég las frétt dagsins um að faðir forsætisráðherra hefði mælt með að dæmdur barnaníðingur af verstu sort fengi æru sína uppreista og ég varð eins og negld niður í sætið af vanmáttakennd og ógeði og ég er farin að halda að stór hluti þjóðarinnar sé með mér í þolendahlutverki sambandsins.

Skoðum málið nánar.

Ofbeldi í nánum samböndum er oftast flokkað og skilgreint meðal annars svona:

Andlegt ofbeldi –

Dæmi um andlegt ofbeldi í nánu sambandi getur verið ef maki þinn:

 • Uppnefnir þig.
 • Gerir lítið úr þér.
 • Hótar og/eða ógnar þér.
 • Segir þig ruglaða/geðveika.
 • Kennir þér um hegðun sína og líðan.
 • Treystir þér ekki til að taka ákvarðanir.
 • Lætur þér líða eins og þú sért föst í sambandinu.
 • Fylgist með ferðum þínum – hefur eftirlit með þér.
 • Kemur að tilfinningu hjá þér um yfirvofandi ofbeldi.
 • Gagnrýnir þig og/eða gerir lítið úr afrekum þínum eða vinnu.
 • Lætur þér líða þannig að þú þurfir virkilega á honum að halda.

Fjárhagslegt ofbeldi

Dæmi um fjárhagslegt ofbeldi í nánu sambandi getur verið ef maki þinn:

 • Tekur launin þín af þér.
 • Skammtar þér peninga.
 • Skráir skuldir á þig en eignir á sig.
 • Kemur í veg fyrir að þú veljir þér starfsframa.
 • Eyðileggur persónulega muni þína viljandi.
 • Heldur upplýsingum um stöðu fjármála frá þér.
 • Heldur aftur af þér við að leita þér menntunar eða heilsugæslu.
 • Ráðstafar sameiginlegum fjármunum í óþarfa eins og áfengi/fíkniefni eða eigin áhugamál án þess að ráðfæra sig við þig.

Afleiðingar geta verið þær að þolandi einangrast, missir sjálfstæði sitt og finnst hann eigi erfitt með að yfirgefa geranda þar sem þolandi er orðinn fjárhagslega háður honum.

Svo er það kynferðislega ofbeldið sem svífur undir og yfir vötnum í samfélagi þar sem valinkunnir menn alla leið upp í topp eru til í að verja og kvitta fyrir barnaníðinga svo þeir fái nú örugglega að komast á sinn stað aftur og þurfi ekki að lifa endalaust við að vera núið uppúr gjörðum sínum.

Kæru samlandar. Ég komst út úr mínu ofbeldissambandi og ég get fullvissað ykkur um að grasið er miklu grænna hérna megin.

Heimild: kvennaathvarfid.is

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.