Þá stórt er spurt: „Hvernig færðu karlmenn til að þvo á sér hendurnar“

Höfundur: Arngrímur Vídalín

Hin stórmerka vefsíða Bleikt spyr sig í dag hvernig maður fái karlmenn til að þvo sér um hendurnar. Einsog allir vita er það mikið trafalamál alþýðu kvenna að fá þá karlmenn sem þeim hafa verið fengnir til umráða að fá þá til að þrífa sig sjálfir, og dugir þar enginn kattarþvottur einsog hin klassíska vatnsskvetta í hárið svona rétt svo á aðfangadag. Svo þreifa vitaskuld karlmenn á sér sveppasýktan, illþefjandi skinnsokkinn meðan úr honum er skvett, hinna árvissu þrifadaga í millum, án þess að svo mikið sem splæst sé í einsog einn vatnsdropa á sárasóttarsýktar hendurnar sem best færi á að leggja í sprittlög. Viðbjóðslegi fnykurinn sem stafar af karlmönnum almennt stendur svo að segja eðlilegum samböndum fyrir þrifum.

En Bleikt hefur blessunarlega fundið lausnina einhversstaðar í víðáttum alnetsins. Einsog allir vita, en enginn hefur hingað til tengt við það þjóðþrifamál sem að greiða úr þrifaleysi karlmanna nú er, þá finna karlmenn einmitt til gríðarlegrar löngunar til handþvotta þegar þeir finna kynfæri sín milli þjóhnappa kvenna. Séu vaskar salerna rassgerðir laðast karlmenn einsog ósjálfrátt að fagurlega mótuðu forminu sem umlykur vaskinn uns snerting hefur orðið milli miðparts þeirra og hins sem vaskinn prýðir, og þegar þangað er komið taka þeir sjálfkrafa til við handþvott og spara hvergi á sápuna.

Hinu er svo ósvarað hvernig konur geta fengið menn sína frá vaskinum aftur, en til bráðabirgða held ég að óhætt sé að mæla með kúbeini svo hægt sé að rífa þá af einsog hvern annan nagla úr spýtu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.