Chloé stingur af

Þýðandi: Kristín Jónsdóttir – Textavinnsla myndbands: Gísli Ásgeirsson

Chloé er 22ja ára og býr í París. Hún er leikkona en stundar einnig klassískt söngnám. Hún lifir lífi sjálfstæðrar útivinnandi konu, eins og hún valdi sér sjálf. Hún hefur verið í sambandi við mann í tvö ár, hún er ánægð í sambandinu og virðist njóta til fulls stöðu sinnar sem frjáls kona.

Samt er hún ekki frjáls. Þvert á móti finnst henni hún æ meiri fangi í því sem íþyngir henni sífellt meir: hennar eigin líkama. Og ekki að ástæðulausu. Líkt og 8 konum af 10 í Frakklandi, finnst Chloé hún vera of feit. Megranir, svelti… Chloé eyðir ómældri orku í að reyna að berjast gegn líkama sínum.

En Chloé er ekki offitusjúklingur, langt í frá. Það má í besta falli segja að hún sé dálítið „rúnnuð“. Hvers vegna leggur hún þá allt þetta erfiði á sig. Hvers vegna eiga 80% kvenna í Frakklandi svo erfitt með að sætta sig við sjálfar sig? Eitthvað er ekki alveg í lagi …

Chloé gerir sér grein fyrir því að á bakvið þessa þráhyggju að vilja má burt magann á sér, mjaðmirnar, lærin, er alvöru þjáning sem tengist vangetu við að taka við þessum líkama sem Náttúran gaf henni: kvenlíkamanum. Og þar fyrir utan, veit hún í raun hvernig kvenlíkaminn lítur út? Hefur hún fengið réttu tólin til að byggja upp sjálfsmynd, til að byggja sig upp eins og hún er?

Í stað þess að fara í x-tu megrunina, ákveður hún að leggja niður þessa baráttu sem hún lítur á að sé í andstöðu við náttúruna. Hún leyfir líkama sínum að taka á sig náttúrulegt form og reynir að komast til botns í þessari kvenlegu vanlíðan til að geta tekið sjálfri sér eins og hún er.

Þar með hefst leiðangur Chloé og í þessu ferli gerir hún uppgötvanir sem gera henni kleift að skilja uppruna þessarar vanlíðunar og tengjast djúpum rótum sínum sem kona, sem hafa grafist undir þyngslum fáfræðinnar og vestrænna samfélagsmeina.

Njótið myndaraðar ljósmyndarans Élodie Sueur-Monsenert:

MYNDIRNAR

Og hér er myndband sem unnið er upp úr ljósmyndunum og samtölum þeirra stallsystra, Chloé og Élodie:

Athugið að smella á CC táknið á myndbandsrammanum til að sjá íslenskan texta.

Þýtt og birt með góðfúslegu leyfi vefsins Essencielles, sem er samvinnuverkefni nokkurra kvenna sem vilja sýna konur eins og þær eru í raun og veru, en ekki eins og þær birtast okkur iðulega í auglýsingum, kvikmyndum, sjónvarpi og fjölmiðlum.

Færðu inn athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.