„Hökkuð tussa“

Höfundur: Gísli Ásgeirsson

Alkunna er að kostir sem prýða karla eru oftar en ekki sagðir gallar í fari kvenna.  Karlar geta verið metnaðargjarnir, ákveðnir, afgerandi, kröfuharðir, áberandi fyrir margra hluta sakir og hljóta lof fyrir. Kona með nákvæmlega sömu eiginleika er sögð frek, ráðrík, gribba og athyglissjúk. Kona sem vogar sér að kvarta undan þessum stimplum er af sumum sögð föst í fórnarlambshlutverki og hvött til að koma sér úr því. En þá er úr vöndu að ráða því ekki verður bæði sleppt og haldið.

Í nýjasta tölublaði Nýs Lífs er viðtal við Margréti Maack, dansara, sirkuslistakonu og fjölmiðlung með meiru, þar sem komið er inn á þennan bás sem konum virðist markaður í samfélaginu. Þar segir hún m.a. að svo virðist sem konur megi hvorki draga að sér athygli né líta út fyrir að þurfa hjálp en þær megi gjarna standa sig vel innan skólarammans því þar þurfi þær ekki að vera áberandi fyrir vikið. En til að fá góða vinnu þarf að trana sér fram og þá er stutt í stimpil merktan „Athyglissýki“.

Steininn tók þó úr þegar Margrét vogaði sér inn á sérsvið karlmanna, sjálfa HM-stofuna: Mokki

Í þrjár mínútur ræddi Margrét Maack sem sagt um áhugaleysi sitt á fótbolta. Áhorfendur hafa nokkra kosti: Hlusta og horfa. Hlusta ekki og horfa ekki. Fara á klósettið. Sækja sér mat og drykk. Standa upp og teygja úr sér eftir langa setu. Eða ræsa tölvuna og senda Margréti viðurstyggileg skilaboð á netinu. Væna hana um athyglissýki. Kalla hana „hakkaða tussu“.

Þrjár mínútur.

4 athugasemdir við “„Hökkuð tussa“

  1. Þetta er furðulegt háttalag. Í rauninni væri réttast að þessir „menn“ ef maður vill kalla þá það sættu einhvers konar opinberri niðurlægingu fyrir ummæli sín. Auðvitað er þetta ekkert annað en hreint og klært einelti í mörgum tilvikum.

    En af hverju ætti fótboltinn að vera eitthvert einkamál karla? Það er fullt af konum hér á Íslandi með mikið meira vit á fótbolta heldur en fullt af körlum. Þær virðast hins vegar ekki fá séns til að koma fram opinberlega og tjá sig.

    Það er til að mynda kona sem vinnur fyrir fótbolta.net sem tekur alltaf langbestu viðtölin eftir leiki, spyr góðra spurninga og er í alla staði mesti fagmaðurinn. Hún virðist líka vera sú eina sem er ekki lesblind sem skrifar inn á vefinn. Ég man ekki hvað hún heitir en miðað við penna fotbolta.net er það annað hvort Mist Rúnarsdóttir eða Karitas Þórarinsdóttir. Hvor þeirra sem það er þá er hún að taka þessa stráka í nefið á þessari vefsíðu.

  2. Bakvísun: Jóhannes Birgir Jensson » Kvótadúkka

  3. Má þá ekki segja að Margrét sé fórnarlamb hausatalningarkynjakvóta?

    (Án þess að ætla á nokkurn hátt að bera í bætifláka fyrir umrædd viðbrögð og orðbragð skrýtna fólksins sem höndlað innslagið greinilega ekki nógu vel).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.