Þvingaðar ófrjósemisaðgerðir

indlandsfréttinÁ laugardaginn var, 9. nóvember, tilkynnti indverska lögreglan að hún hefði handtekið skurðlækni nokkurn fyrir að framkvæma, á aðeins fimm klukkustundum, ófrjósemisaðgerðir á 83 konum. Að sögn yfirmanns lögreglunnar í Bilaspur, sem ræddi við AFP fréttastofuna í síma, eru 13 kvennanna látnar og fleiri tugir liggja á spítala, illa farnar eftir aðfarirnar. Læknirinn, R.K. Gupta, var handtekinn á miðvikudagskvöld og færður til skýrslutöku hjá dómara í Ghhattisgarh-héraði síðdegis á fimmtudegi, segir Pawan Deo, yfirmaður lögreglu í Bilaspur. Læknirinn framkvæmdi ófrjósemisaðgerðirnar á 83 konum, sem höfðu þegið 1400 rúpíur (um 20 evrur) í bætur fyrir að fara í aðgerðina. Þessar bótagreiðslur eru hluti af ófrjósemisáætlun ríkisins, sem er ætlað að koma í veg fyrir offjölgun á Indlandi.

Lögreglan hefur lagt hald á verkfærin sem notuð voru í skurðaðgerðunum, en talið er að þau hafi ekki verið dauðhreinsuð áður en þau voru notuð. Fórnarlömbin fóru að kasta upp og blóðþrýstingur þeirra lækkaði skömmu eftir aðgerð. Aðgerðirnar voru framkvæmdar með kviðsjáraðgerð, sem er yfirleitt talin hættulítil aðferð. Eggjaleiðararnir eru stíflaðir, oftast í svæfingu. Ófrjósemisaðgerð er ein af algengustu aðferðum til að stjórna fæðingatíðni á Indlandi og fjölmörg héruð landsins hafa staðið fyrir raðaðgerðum sem þessum, yfirleitt á afskekktari svæðum.

Í orði kveðnu eru þessar aðgerðir frjálst val kvennanna, en samkvæmt ýmsum mannúðarsamtökum og einkareknum félagasamtökum eru konurnar oft illa upplýstar og undir miklum þrýstingi frá embættismönnum héraðsstjórnanna. Starfsmenn þessara samtaka hafa einnig gert alvarlegar athugasemdir við að aðgerðirnar séu oft framkvæmdar við lélegar aðstæður og án þess að hreinlætis sé gætt. —

Kristín Jónsdóttir þýddi úr frönsku af netsíðu franska dagblaðsins Libération – gegnum AFP. Upprunalegu fréttina má lesa hér.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.