Sýknun til samræmis?

Síðdegis í gær birti Hæstiréttur dóm í kynferðisbrotamáli. Þessi dómur er svo frábrugðinn öðrum sem birst hafa í vikunni að við fyrstu sýn mætti ætla að annað hvort hafi Hæstarétti orðið á í messunni eða að villur séu í frétt RÚV, en þaðan er þetta skjáskot komið.
dómurdagsinsMálsatvik
Ákærði er karlmaður og kært er fyrir mök við karlmann sem gat ekki komið vörnum við vegna ölvunar. Kvaðst gerandi hafa litið svo á að hann væri samþykkur mökunum í upphafi en hætti þeim þegar brotaþoli bað um það. Ekki er kært fyrr en rúmu ári síðar. Engin skýrsla um heimsókn á neyðarmóttöku liggur fyrir. Kærandi hagaði sér „eðlilega“ í hartnær heilt ár en mun hafa sagt nokkrum vinum sínum frá brotinu. Ekkert í fari hans út á við er samkvæmt þeim viðmiðum sem dómarar hafa um rétta framkomu brotaþola eftir brotið og er þá vísað til annarra dóma vikunnar og óútkominnar handbókar.

Aðeins tveir eru til frásagnar og stendur þar með orð gegn orði. Ekki er hafið yfir skynsamlegan efa að meintur brotaþoli hafi ekki viljað þetta í upphafi. Staðföst neitun geranda á nauðgun liggur fyrir. Engar myndir eru af vettvangi og engar myndbandsupptökur. Tekið er mark á skýrslu sálfræðings um andlegt ástand brotaþola og hún ræður miklu um úrskurð miskabóta til hans.

Nú þykir það helsti styrkur dómskerfis að hafa samræmi í viðurlögum og dómum. Við samanburð á þessum dómi og héraðsdómum vikunnar, þar sem brotaþolar eru stúlkur, er morgunljóst að Hæstiréttur hefur brugðist hlutverki sínu og hljóta talsmenn meintra gerenda að mótmæla hástöfum. Því ber Hæstarétti að breyta úrskurði sínum, ógilda fangelsisdóm Héraðsdóms og sýkna meintan geranda, á sama hátt og piltana fimm sem níddust á 16 ára skólasystur sinni, manninn sem hafði mök við ofurölvaða konu sem kom ekki vörnum við og unglinginn á Ísafirði sem tældi stúlku með þroskaskerðingu og keypti handa henni óléttuvarnarpillu að því loknu. Það getur ekki verið að kyn brotaþola skipti dómara máli. Eða hvað?

Verði þetta ekki gert, rennir það enn frekari stoðum undir fullyrðinguna um #vanhæftdómskerfi. 

Gísli Ásgeirsson

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.