Bakherbergi og kvenleiðtogar

Sandra Kristín Jónasdóttir skrifar:

Við þurfum að horfast í augu við það að Ísland er ekki paradís fyrir konur. Þó svo að samkvæmt ýmsum stöðlum þá séum við besti staðurinn, eða meðal þeirra bestu, fyrir konur í heimi. Þetta er ekki staðreynd sem við ættum að stoppa við, klappa okkur á bakið, og halda síðan ástandinu í sama horfi. Við erum skást, því ástandið er hvergi nógu gott.

Ég var þess heiðurs aðnjótandi að fá að vera sjálfboðaliði á Women Leaders Global Forum sem fór fram nú 26.-28. nóvember. Þar voru hundruðir kvenkyns leiðtoga víðsvegar að úr heiminum. Þær hafa skarað fram í stjórnmálum, viðskiptum, hjá góðgerðarsamtökum sem og á fleiri stöðum í sínum heimalöndum. Þeim var boðið hingað til lands til þess að ræða það hvernig við getum aukið kynjajafnrétti í heiminum og komið fleiri konum í leiðtogahlutverk. Ég fékk að hlusta á ótrúlegar konur ræða saman um það hver raunveruleikinn er fyrir konur sem setja sig á framfæri. Það var ótrúlega valdeflandi en á sama tíma ógnvekjandi hlustun.

Að frétta innihald samræðna nokkurra íslenskra þingkarla rétt eftir að hafa hlustað á þær voru mikil vonbrigði, en það var því miður í takt við umræðuna á WLGF. Á útopnu þá heyrum við #heforshe og stuðning við #metoo. En þegar komið er inn í nútímaútgáfu hins reykfyllta bakherbergis þá birtist annar raunveruleiki. Ég vil samt trúa því að þetta sé á undanhaldi. Því það er nefninlega fullt af frábærum karlmönnum sem standa með konum fyrir jafnara samfélagi.

Nú þurfið þið íslenskir karlar að standa upp og lýsa því yfir að þessir bakherbergiskarlar tali ekki fyrir ykkur. Þið þurfa að vera tilbúnir að grípa inní þegar þið heyrið svona hluti í raunheimum sem og á netinu. Ekki sitja á ykkur og leyfa þeim þannig að telja að þið séuð þeim sammála. Ég vil skilja ykkur eftir með umorðun á frægum orðum kvenréttindasinnans John Stuart Mill; Það eina sem slæmir karlar þurfa til þess að komast upp með hegðun sína er að góðir karlar horfi á og geri ekkert.

Höfundur er formaður Femínistafélags Háskóla Íslands

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.