Virðingarstiginn og verkföllin

Höfundar: Atli Þór Fanndal og Ingimar Karl Helgason

Myndin er úr safni Landspítalans

Myndin er úr safni Landspítalans

Verkfall lækna fyrir nokkrum mánuðum og verkfall félaga í BHM á Landspítalnum eru ekki ólík fyrirbæri. Vinnustaðurinn sá sami og viðsemjandinn, launagreiðandinn. Í báðum tilvikum hafa verkfallsaðgerðir haft miklil áhrif á starfsemi Landspítalans.

Framkvæmd verkfallanna er ólík. Þau eru á ólíkum tíma árs. Læknar og félagar í BHM hafa ólík verkefni á sjúkrahúsinu. Fleira mætti nefna. Læknar standa hærra í virðingarstiganum. Þeir eiga miklu greiðari aðgang að stjórnunarstöðum. Störf lækna eru sömuleiðs metin til mun hærri launa en félaga í BHM. Karlar eru enn í meirihluta starfandi lækna. En konur eru í yfirgnæfandi meirihluta þeirra BHM félaga sem nú eru í verkfalli á spítalanum.

Hvert erum við að fara með þessu? Var þetta ekki allt vitað? Það er annar munur, ósamræmi, sem kveikti þessa grein. Það er munurinn á því hvernig forstjóri Landspítalans fjallar um þessi tvö verkföll í reglulegum greinum sínum.

Fólk deyr – Semjið

„Sífellt fleiri telja sig ekki geta tryggt öryggi sjúklinga okkar við þær aðstæður sem skapast hafa,“ skrifar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í forstjórapistli sínum 8. maí. „Það er mat sérfræðinga okkar að raunveruleg hætta sé á að einhver hafi skaðast vegna afleiðinga verkfallsins, muni gera það eða jafnvel láta lífið,“ segir hann ennfremur. Páll hvetur deiluaðila til að setja semja og semja sem fyrst.

Í sjálfu sér er ekkert óeðlilegt við að forstjóri Landspítalans lýsi áhyggjum af stöðu starfseminnar þegar heilbrigðisstéttir leggja niður störf. Flestir muna enda eftir því að hafa heyrt vitnað í þessa pistla í fréttum af verkföllum. Ýmislegt þar er mjög merkilegt í stærra samhengi.

að má greina mismunandi landslag í forstjórapistlum Páls Matthíassonar, í læknaverkfallinu og svo nú.

að má greina mismunandi landslag í forstjórapistlum Páls Matthíassonar, í læknaverkfallinu og svo nú.

Undanþágur

Í verkfalli BHM skrifar hann í pistli að ástandið sé orðið háalvarlegt á Landspítalanum og áhyggjur hjá læknum og öðru fagfólki séu miklar. Hann óttist að ekki sé hægt að tryggja öryggi sjúklinga. Í þeim efnum bendir hann á undanþágunefnd Félags geislafræðinga sem eigi að hafa hafnað fleiri beiðnum en aðrir.

Geislafræðingar höfnuðu fullyrðingunni. Þá hefði fimm beiðnum um undanþágur af um 150 verið synjað. Fleira heyrist innan af spítalanum af viðleitni geislafræðinga til að gera allt í sínu valdi í þágu sjúklinga. Að auka mannskap vegna forgangstilfella og fleira. Það er umhugunarefni hvernig kröfur á geislafræðinga eru settar fram í skrifum forstjórans.

Uppbyggileg markmið

Við höfum ekki greint hverja einustu málsgrein í pistlum forstjórans. En það þarf ekki að lesa lengi til þess að sjá að þar blasir strax við annað landslag.

„Kjaradeila lækna nú er birtingarmynd miklu stærra vandamáls og til þess verður að horfa þegar unnið er að lausn málsins. Íslenska heilbrigðiskerfið hefur verið undirfjármagnað í fjölda ára og þar getum við horft til tímabilsins langt aftur fyrir hrun.“ Þetta sagði Páll í pistli í desember. En hann ræddi líka möguleika á bjartari tímum. Gerðum við líkt og Danir með sín ellefu prósent af landsframleiðslu í framlög til heilbrigðisþjónustu, „myndu framlög til heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi aukast um tugmilljarða króna og er þá átt við „nýja“ peninga inn í kerfið, ekki verðlags- og launauppfærslur,“ sagði Páll. Hann greindi frá tölfræði síðustu verkfallslotu, en hundruðum rannsókn hafði verið frestað og kallaði það „áskorun“ að tryggja öryggi sjúklnga.

Þakka öllum


Ekkert hefur verið minnst á loforðin um tugmilljarða vðbótargreiðslur til heilbrigðismála. Heilbrigðisráðherra sést lítið.

Ekkert hefur verið minnst á loforðin um tugmilljarða vðbótargreiðslur til heilbrigðismála. Heilbrigðisráðherra sést lítið.

Síðan leystist deilan. „Læknafélag Íslands og Skurðlæknafélag Íslands hafa nú undirritað samninga og verkfalli þeirra verið aflýst. Óhætt er að segja að þar með hafi þungu fargi verið af okkur á Landspítala létt enda hefur starfsemin verið erfið í skugga verkfalls. Ég vil þakka öllum sem lagt hafa sitt á vogarskálar svo unnt hafi verið að halda starfseminni gangandi.“ Páll fagnar jafnframt af heilum hug yfirlýsingu stjórnvalda og læknafélagsins um stóraukin framlög til heilbrigðismála. Um þetta var ítarleg umfjöllun í Reykjavík vikublaði fyrir nokkrum mánuðum (sjá hér bls. 10-11). Talað er um tugi milljarða króna í þessari yfirlýsingu sem rynnu til heilbrigðismála. Ekki var búið finna út þá hvernig fjármagna ætti samkomulagið svo standa mætti við loforð um fjárútlát. Ekki hefur frést af málinu síðan.

Hélst á floti

Í verkfalli lækna lögðu allir hinir nótt við dag við að reyna að halda starfseminni gangandi. Líka háskólamenntuðu kvennastéttir sem hafa í vaktavinnu kannski eitthvað um 400 þúsund krónur í heildarlaun á mánuði. Fólk sem komið er með starfsreynslu og öðlast hvorki réttindi né kunnáttu til sinna starfa fyrr en eftir fjörurra ára háskólanám.

Geislafræðingar, lífeindafræðingar, náttúrufræðingar og ljósmæður á spítalanum. Næstum allt konur í þessum störfum á spítalanum. Á vefsíðu eins félagsins stendur enn á forsíðu stuðningsyfirlýsing við lækna í verkfalli. Stuðningur við langskólagengið lykilstarfsfólk á spítalanum finnst manna á milli, innan deildanna. En það fer ekki mikið fyrir því að opinberlega sé þeim klappað á bakið eða sendur stuðningur.

Í tengslum við verkfallið hefur heldur ekki rætt mikilvægi orsakasamhengisins um fjármögnun heilbrigðiskerfisins. Heldur hefur ekkert verið rætt um að viðsemjandi BHM félaga á spítalanum, lofaði gríðarlegum viðbótarfjármunum til heilbrigðismála, í janúar á þessu ári.

Mikið mun mæða

Hér er fátt einfalt í heildarsamhenginu, þótt greina megi nokkuð skýra tilhneigningu í skrifum forstjóra spítalans um tvö verkföll. Heilbrigðiskerfið hefur verið í alvarlegu fjársvelti áratugum saman. Það var þannig líka í síðasta verkfalli. Tækjabúnaður er gamall og bilaður. Það þarf varla að taka það sérstaklega fram. „Mikið mun mæða á öllu starfsfólki en sem fyrr verður kappkostað að tryggja fullnægjandi þjónustu við sjúklinga, miðað við aðstæður. Vaxandi biðlistar og uppsagnir lækna eru ógn sem taka þarf á og ég biðla enn til deiluaðila að setja alla sína orku í að finna lausn,“ skrifaði Páll í í læknaverkfalli.

Nú er skrifað. „Verkfall af þessu tagi hefur veruleg áhrif á starfsemi spítalans og ljóst þykir að áhrifin eru umtalsvert meiri og alvarlegri en af nýyfirstöðnu læknaverkfalli.“

Mikilvægi starfsfólksins er ótvírætt. Það kemur skýrt fram í skrifum forstjórans. Samt ekki viðurkenning. Minnir dálítið á máltækið „enginn veit hvað átt hefur …“ Stundum komum við ekki auga á fólk, fyrr en það er farið.

Þessi pistill birtist fyrst í Reykjavík vikublað þann 16. 5. s.l. og er endurbirtur hér með góðfúslegu leyfi.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.