„Og systur okkar fylla boxin af hjörtum“

Höfundur: Harpa Rún Kristjánsdóttir

 

Í dag upplifði ég eitthvað fáránlega sterkt. Eitthvað sem ég er þakklát fyrir að hafa fengið að taka þátt í. Svo ég samdi ljóð, um og handa Beauty tips-hópnum og stúlkunum þar inni. 

#‎takk

Pandora

Pandora, höggmynd eftir listakonuna L. Gwendolin Williams (1870-1955). Myndin er héðan.

 

Lokaður hópur

 

Forsíðumyndin mín brosir framan í ykkur.
Hún sýnir hamingju og gleði. Lífið sem mig langar að lifa.
Það sér það enginn á andlitinu á mér hverju ég hef lent í.
Leyndarmálið mitt sem ég geymi í lokuðu Pandóruboxi hugarfylgsnanna.
Stað sem enginn kemst inná nema vera boðið.
Enginn kemst í nema vera samþykktur.


Í dag opnuðu ótal Pandórur boxin sín.
Úr lokuðum leynihópi samþykktra boðsgesta streymdu viðbjóðsleg leyndarmál uppúr harðlæstum kössum sem þau höfðu verið geymd í.
Troðið þangað niður með valdi, ‪#‎þöggun og skömm.

Lásarnir sprungu upp og innihaldið kom loks fyrir allra augu.
Tárvot augu.

En þetta eru ekki leyndarmálin okkar.
Vér Pandórur höfum ekkert að fela.
‪#‎skömminerekkimín
hún er þeirra sem eiga leyndarmálin
þeirra sem lokuðu þau inni
þeirra sem létu þau eiga sér stað

‪#‎konurtala og skyndilega hefur Pandóra sleppt plágunum sínum
‪#‎skilumskömminni
‪#‎stöndumsaman
og boxin eru tóm
skjálfandi og dofnar ýtum við á enter

Og systur okkar fylla boxin af hjörtum.

Thinking Outside Pandora´s Box.  Tim Parish, 2008. Mynd sótt hingað.

Thinking Outside Pandora´s Box. Tim Parish, 2008. Mynd sótt hingað.

2 athugasemdir við “„Og systur okkar fylla boxin af hjörtum“

  1. Bakvísun: Konur tala 2015 | Knúz - femínískt vefrit

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.