Um karlmennsku…

Höfundur: Einar Sv. Tryggvason

Sem unglingur gat ég notað mörg jákvæð orð um sjálfan mig: Góður námsmaður, skynsamur, fínn í fótbolta.
En eitt orð fannst mér ég aldrei geta notað: Karlmannlegur.

Því var mjög stíft haldið að mér af nokkrum skólabræðrum mínum – bæði meðvitað og ómeðvitað – að ég væri nú ekki beint „alvöru gaur“. Ég hlustaði á Jamiroquai, Frank Sinatra & Stravinsky á meðan aðrir hlustuðu á Papa Roach, Eminem & Korn, ég byrjaði ekki að drekka fyrr en ég var 18, kyssti ekki stelpu fyrr en ég var að nálgast tvítugt og þar fram eftir götunum;
Sem er ekki líf sem „alvöru gaurar“ lifa, sko!

Því alvöru gaurar gera þetta en ekki hitt, þeir fíla svona en ekki hinsegin og mér fannst ég einhvern veginn alltaf vera röngum megin skilgreiningarinnar.

Ég man enn eftir því að á e-m þemadögum í Garðaskóla valdi ég að fara í leiklist – þar sem ég var eini strákurinn með tylft stelpna – á meðan aðrir strákar fóru í ökuleikni, fótbolta eða bogfimi. Og þegar þeir heyrðu af þessu „ókarlmannlega“ vali mínu fékk ég til dæmis að heyra frasann: „Af hverju breytirðu ekki bara nafninu þínu í Hommi?!“

En það rann ekki upp fyrir mér fyrr en mörgum árum seinna að þetta er allt saman argasta kjaftæði:
Karlmennska er ekki eitthvað *eitt*.
Karlmenn fíla blátt og bleikt.
Karlmenn geta bæði sett saman bílvélar og limrur um sólarlög.
Karlmenn hlusta jafnmikið á Metallica og Evu Cassidy.
Karlmenn fíla fótbolta, listdans á skautum, borðtennis eða er bara alveg sama um íþróttir, almennt.
Karlmenn gera bara það sem karlmenn gera!

Og þess vegna samdi ég þetta lag (ljóðið birtist að vísu á nú fráliðnu grúppunni Kynlegar athugasemdir fyrir ca. 1 og hálfu ári síðan).

Gerið það sem ykkur langar og segið staðalímyndum kynjanna að góðfúslega hoppa upp í rassgatið á sér!

Að fæðast sem karlmaður – byrðin er þung.
Það er svo erfitt að vera með pung.
Því karlmennskustöðunni fylgja skyldur
sem hlýða þarf viljir þú karl teljast gildur!
Strákar leika með byssur og kalla
“He-Man”, “Hulk”, “Power Rangers” – en ekki alla.

Því skærbleiki ‘rangerinn’ er ekki töff,
Allt sem er bleikt er ei karlmennskustöff!
Og dúkkur og “Ponies” og slíkt stelpudót
er bannað með öllu, sért þú ei snót!

Ekki er til bíó sem við megum grát’ í
og sjáum sko muninn á Lexus og Audi!
Við kunnum sko allt sem hægt er um bíla
og vitum að íþróttir verðum að fíla!
Á djamminu við ‘swagginu’ flíkum
og höstlum og sofum hjá “mellum og tíkum”.

Stundum við sambandið í slysumst,
en karlrembudjóka samt við með gysumst!
Því fyndnasti djókur sem til er í heimi:
“Konan? Ég hana inn í eldhúsi geymi!”

Við höfum svo hobbý sem pungnum passar:
Fótbolti, tölvur, brjóst og rassar!
Allt sem við hlustum á ‘butch’ þarf að vera:
Metallica, Robin Thicke, Snoop og Pantera.
Við hlýðum á ekta testósteróntóna
með vídjó með gellum til á að góna.

Því allt okkar áhorf þarf stöðlum að hlýða:
Sprengingar og/eða gellur að ríða.
Einungis kellingar horfa á annað
og þess vegna er “Twilight” og “Gossip Girl” bannað!

Sem karlmenn við kunnum að smíða og laga
og henda upp skúr innan nokkurra daga.
Við vinnum störf sem karlmennsku hæfir,
því hjúkkunnar fötin pungstyrkinn kæfir!
Við lyftum og berum og skiptum út perum
og 75% stjórnenda erum!

Svo fáum við borgað betur
því konur þær geta ekki allt sem karl getur!
Svona eru reglurnar, skýrar og góðar:
Að hunsa þær bendir til batnandi þjóðar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.