Jafnréttistorg – kennsluvefur um jafnréttiskennslu

Höfundur: Fríða Rós Valdimarsdóttir

jafnrettistorg-300x100Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar opnaði á dögunum heimasíðu þar sem finna má gagnlegt efni til jafnréttiskennslu og starfsþróunar. Vöntun hefur verið á stað sem hægt er, með einföldum hætti, að nálgast kennsluefni fyrir jafnréttiskennslu. Því var lagt í þá vegferð að safna saman á einn stað hvers konar fræðslu og kennslu sem reynsla hefur komist á innan borgarinnar og sett saman í hugmyndabanka.  Nú hefur síðan verið opnuð og er þar að finna allt í senn kennslu- og starfsþróunarverkefni í hugmyndabanka síðunnar sem og fréttir um jafnréttismál sem tengjast jafnréttiskennslu og starfsþróun.

Á vefnum getur starfsfólk í leik- og grunnskólum fundið ýmsar hugmyndir um jafnréttisstarf með börnum og ungmennum, allt frá leikskólaaldri og til unglingsára.
Vefurinn er í anda mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar þar sem fjallað er um jafnrétti í víðum skilningi. Jafnréttisflokkarnir sem vefurinn nær til eru fjórir. Fjallað er um kyn, hinsegin fólk, fötlun og uppruna.

Fjölmargar hugmyndir um kennslu- og umræðuefni eru nú þegar komnar inn á vefinn en fólk er hvatt til að senda inn hugmyndir því vefurinn verður í stöðugri þróun þar sem stöðugt verður bætt við nýjum hugmyndum að verkefnum og öðru fræðsluefni.

Jafnrettistorg.is er samstarfsverkefni skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Menntamiðju.

Hugmyndir er hægt að senda á verkefnastjóra síðunnar, Fríðu Rós Valdimarsdóttur, á netfangið frida.ros.valdimarsdottir@reykjavik.is

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.