Puzzy Patrol í Gamlabíó, málþing og tónleikar

Puzzy Patrol hvetur knúzara til að mæta á málþingið ““Hipphopp femínismi, markaðsvæðing menningar og þöggun hins háværa minnihluta. Er hipp-hopp vettvangur fyrir feminisma?” á laugardaginn þegar þær efna til stórtónleika hipphopp kvenna ásamt málþingi í Gamla Bíó laugardaginn 20. janúar næstkomandi.

Á tónleikunum munu koma fram helstu tónlistarkonur landsins í hipphoppi, Reykjavíkurdætur, Cell7, Alvia Islandia, Krakk & Spaghetti, Sigga Ey og Fever Dream.

Puzzy Patrol

Hugmyndin að Puzzy Patrol kviknaði hjá Valgerði Árnadóttur þegar hún var að þeyta skífum á bar kvöldið sem Donald Trump var settur í embætti forseta BNA. Valgerður hafði hannað boli með slagorðinu “Pussy grabs back” á bakinu sem hún klæddist og gaf vinkonum sínum sem mættu og spilaði einungis tónlist með konum í hipphoppi. Þetta vakti þvílíka lukku og bandarískar konur sem slæddust inn á staðinn komu til hennar með tárin í augunum og þökkuðu henni fyrir stuðninginn, þær höfðu lagt í ferðalag til Íslands “til þess að vera sem lengst frá BNA” þennan dag, sem þær kölluðu sorgardag fyrir konur í landinu.

Stuttu seinna hitti hún Laufeyju Ólafsdóttur á förnum vegi og sú var þá að leggja lokahönd á BS ritgerð sína í stjórnmálafræði “Hipphopp femínismi markaðsvæðing menningar og þöggun hins háværa minnihluta. Er hipp-hopp vettvangur fyrir feminisma?” og leyfði Valgerði að lesa hana yfir, og þá fannst henni hún verða gera eitthvað, í umræðunni var einnig mikil gagnrýni á grein Grapevine um flottustu nýliðana í hipphoppi þar sem ekki hafði þótt ástæða að minnast á eina einustu konu.

Valgerður hafði samband við Ingibjörgu Björnsdóttur og saman stofnuðu þær Puzzy Patrol og hófust þegar handa við að ná í tónlistarkonur vegna tónleikanna í Gamla Bíó. Ingibjörg lauk námi í viðburðastjórnun “Music and media management” í London Metropolitan University og hefur eftir það séð um hina ýmsu viðburði en Valgerður er menntaður innkaupastjóri frá VIA University í Danmörku og hefur síðustu 12 ár unnið við innkaupastjórn, nú síðustu 4 ár hjá 66° Norður.

Málþing um femínisma í hipphoppi

Það er okkur mikilvægt að skapa jákvæðan umræðugrundvöll um femínisma og þykir okkur hipphopp góður grundvöllur til að byrja á þar sem mikill uppgangur er innan þessarar tónlistarstefnu og hún höfðar til ungu kynslóðarinnar. Með þetta að sjónarmiði munum við efna til málþings í húsnæði Gamla bíós sama dag og tónleikarnir eru sem Laufey Ólafsdóttir mun leiða og kynna BS ritgerð sína. Í umræðupanel munu sitja þau Anna Tara (Reykjavíkurdóttir), Erpur Eyvindarson (Blaz Roca) og Vigdís Howser (Fever Dream) og eigum við von á líflegum umræðum.

Aðgangur að málþingi er ókeypis og opin öllum áhugasömum.

Málþing er kl 15:00-17:00

Tónleikar eru 20:00-01:00

Miðaverð á tónleikana eru 2500,- kr og þá má finna hér https://www.facebook.com/events/381901132280554/

Puzzy Patrol er viðburðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í að skipuleggja viðburði með listakonum og femínískum talskonum til að styrkja og styðja konur í listum og fræða almenning um femínisma og skapa jákvæðan umræðugrundvöll.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.