Þegar lögfræðin og lífið mætast

Höfundur: Eva Huld

Gömul minning hefur sótt á mig og spurningar varðandi hana orðið ágengari í kjölfar þess að lesa skrif Jóns Steinars Gunnlaugssonar og Tryggva Gíslassonar á Vísi.is varðandi skipun í Hæstarétt nú á dögunum. (http://www.visir.is/hagsmunaatok-i-stad-lagareglna-/article/2015151008981).

Það var svo að ég sat í fundarsal VR ásamt fjölda fólks á vordögum 2011 þar sem taka átti ákvörðun um hvort farið yrði í mál. Ég var gengin um það bil átta mánuði með dóttur mína og deilan snéri að réttmæti þess að segja mér upp starfi eftir að ég tilkynnti vinnuveitanda mínum um meðgöngu. Á pappírum var ég rekin vegna skipulagsbreytinga en í símtali vegna þess að ég var ólétt og það þótti íþyngjandi.

pregnant-womanAllir í salnum höfðu mikinn áhuga á að höfða málið þar sem það var skýrara og afmarkaðra en í mörgum tilfellum þegar reynir á 30. gr. laga um fæðingar- og foreldraorlof en efni hennar er um vernd gegn uppsögnum á meðgöngu. Til að mynda er skýrt fordæmi fyrir beitingu reglunnar fyrir dómstólum m.a. í hæstréttardómi uppkveðnum föstudaginn 18. júní 2004. Þar var konu af erlendu bergi brotnu sagt upp störfum skömmu eftir að hafa tilkynnnt um þungun á grundvelli tungumálaörðugleika. Ekki þótti sýnt framm á gildar ástæður uppsagnarinnar sbr. 30. gr. laga um fæðingar- og foreldraorlof. Hún var enn á þriggja mánaða reynslutíma er henni var sagt upp og voru henni dæmdar bætur skv. 31. gr. laganna skv. kröfu.

Málið þótti lagalega spennandi enda var ég fastráðin, menntuð og þótti hafa gegnt starfi mínu vel. Það vildi hins vegar enginn mæla með því að ég höfðaði málið það þar sem búið var að bjóða mér samning um greiðslu launa þó það væri ekki að fullu.

Lögfræðingurinn talaði um núverandi dómstólaumhverfi og ríka tilhneigingu dómara til að dæma atvinnurekendum í vil, á þeim tíma. Hann talaði mikið um þá staðreynd að þetta gæti farið á báða bóga  og að málshöfðunin  væri mjög áhættusöm. Það efaðist enginn um inntak reglunnar, einungis hvernig dómstólar myndu túlka hana og enginn vildi með góðri samvisku mæla með því að ég tæki þessa áhættu.

Gamli atvinnurekandinn minn hafði svigrúm til að draga uppsögnina til baka í ljósi þess að hún væri ólögmæt en lögmaður hans, sem var miðaldra karlmaður líkt og hann sjálfur, ráðlagði honum að gera það ekki þar sem hann væri jú í fullum rétti að reka stelpuna.

Ég hef alltaf séð svolítið eftir því að hafa ekki látið á þetta reyna þar sem ég var í betri stöðu en flestar konur sem eru reknar vegna þungunar og hafa enga ráðningarsamninga í höndunum eða eru ekki  fastráðnar, nú eða ef það var með góðu móti hægt að fella uppsögnina að skipulagsbreytingum.

En ég get líka vel skilið að ég og aðrir hafi ekki treyst dómstólum fyrir málinu mínu, því sama hver lagabókstafurinn er, er hann alltaf háður meðferð þeirra manna sem með hann fara og þeim skilningi sem þeir leggja í hann.

Því er ekki hægt að neita, að dómarar leggja ekki aðeins lögin til grundvallar úrskurðum sínum, heldur reynsluheim sinn allan. Því þykir mér það heldur dapur útúrsnúningur á alvarleika og eðli málsins að kenna sjálfsagða kröfu almennings um aukna fjölbreytni í Hæstarétti við „hagsmunaátök“ eins og JSG heldur fram.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.